|
Hugleiðing um trú
Páskar.... hvers vegna höldum við þá? Sumir trúa að á páskadag hafi Jesú risið upp frá dauðum og þannig sannað guðleika sinn. Það má hinsvegar kalla mig trúleysingja. Ég trúi samt alveg ýmsu. Ég trúi til dæmis á mátt trúarbragðanna. Það er margt gott og slæmt sem fólk hefur gert í nafni guðs og trúarinnar í gegn um tíðina. Það má segja að trúarbrögðin séu í raun jafn máttug og Guð sjálfur, væri hann til. Ég trúi því að trúarbrögð sé eitthvað sem maðurinn fann upp til þess að útskýra ýmislegt sem hann skilur ekki, svo sem náttúruhamfarir og tilgang lífsins. Trúin hefur líka gegnt þeim tilgangi að halda utan um þjóðir og hræða þær til hlýðni. En ef fólk trúir staðfastlega á einhver æðri máttarvöld og líður betur við að fara í kirkju og biðja, þá er það gott og blessað. Ég trúi líka á sjálfa mig, það sem ég get gert fyrir mig og aðra. Ég trúi til dæmis að ég sé góð manneskja sem hefur margt að gefa. Ég trúi líka að manneskjan sé í eðli sínu góð. Ég trúi á álfa og huldufólk, allavega stundum, og ég er alveg svakalega draughrædd :S
Ég trúi líka að þeir sem eru mjög guðhræddir ættu að bera virðingu fyrir fólki eins og mér og þeim sem aðhyllast önnur trúarbrögð, því allir eru jú jafnir í augum guðs, ekki satt?
skrifað af Runa Vala
kl: 16:12
|
|
|